Nýjustu fréttir

Created on 25 september 2017
Birt 25 september 2017
Print

haustferð 2017

 
Created on 14 september 2017
Birt 14 september 2017
Print

Stjórn Landvarðafélags Íslands var að senda eftirfarandi bréf til umhverfis- og auðlindaráðherra:

 

Varðar: Þjóðgarðsstofnun

Landvarðafélag Íslands fagnar þeim fregnum sem komu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um stofnun Þjóðgarðsstofnun þar sem áætlað er að sameina yfirstjórn friðlýstra svæða á Íslandi undir eina stofnun. Landverðir hafa lengi talað fyrir Þjóðgarðsstofnun þar sem sterk sameiginleg stofnun er nauðsynleg til að takast á við krefjandi aðstæður og náttúruverndarmál. Á sama tíma harmar félagið það að enginn fulltrúi frá félaginu sé í starfshópnum sem skipaður var á dögunum um þjóðgarðsstofnun.

Meirihluti starfsmanna og kjarni þjóðgarða eru landverðir. Hér á landi eigum við metnaðarfullan hóp landvarða sem býr yfir viðamikilli reynslu við verndun landsins. Þessi reynsla gefur okkur innsýn í viðkvæma stöðu náttúruverndar og þekkingu á vandamálum hennar og tækifærum. Þjóðgarðsstofnun færi með málefni þjóðgarða sem þurfa að feta þann mikla línudans á milli verndunar náttúru og ferðalaga gesta með ólíkar væntingar og þarfir. Til að ná þessu jafnvægi þurfum við að nýta mannauðinn sem hefur vaxið í starfinu við að takast á við krefjandi verkefni landvörslunnar í öllum veðrum og vindum, sandi og mosa, á fjöllum og í upplýsingamiðstöðum. Á sama tíma þarf að standa vörð um landvarðastarfið og tryggja að væntanlegar breytingar á umgjörð starfsins gangi sem allra best. Því skorum við á nefndina að taka inn fulltrúa frá Landvarðafélagi Íslands sem getur miðlað reynslu beint úr starfinu, verið rödd landvarða og lagt hönd á plóg að gera Þjóðgarðsstofnun að farsælum veruleika.

Virðingafyllst

Landvarðafélag Íslands,

 

 
Created on 19 ágúst 2017
Birt 19 ágúst 2017
Print

Landvarðafélag Íslands fagnar þeir fregnum sem koma frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að áformað er að setja á stofn þjóðgarðsstofnun.Telur félagið að með því að sameina stjórnsýsluna undir einn hatt náist betri og skilvirkari leið með náttúruvernd á Íslandi, vinnutilhögun verður hnitmiðaðri og skilvirkari og landvarsla öflugri.


Landvarðafélagið hefur talað fyrir þjóðgarðastofnun t.d. nú seinast með bréfi til Umhverfisráðherra sem sent var 8. ágúst. Þar bauðst félagið til að leggja sitt af mörkum til að endaútkoman feli í sér skynsamlegri hagræðingu, betra samstarf, aukinna landvörslu og fagmennsku.

 
Created on 30 ágúst 2017
Birt 30 ágúst 2017
Print

image001

 
Created on 11 ágúst 2017
Birt 11 ágúst 2017
Print

Umhverfisstofnun auglýsir tímabundin störf í landvörslu. Starftíminn er breytilegur en getur verið frá september og fram í desember.

Svæðin sem um ræðir eru: Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, Sunnanverða Vestfirði, Mývatnssveit, Austurland, Suðurland (m.a. Friðland að Fjallabaki, Gullfoss og Geysi, Dyrhólaey, Skógafoss og fleiri svæði), Reykjavík og Reykjanes.

Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst.

Sjá nánari upplýsingar um starfið hér