Birt 21 desember 2016
Print

Jolakveðjur LVF

 
Birt 15 nóvember 2016
Print

Í tilefni af 40 ára afmæli Landvarðafélags Íslands birtist eftirfarandi grein í Morgunblaðinu 10. nóvember síðastliðinn.

 

Landvarðafélag Íslands 40 ára

Ein af fyrstu íslensku heimildunum þar sem orðið „landvörður“ kemur fyrir er í tímaritinu Fróða frá árinu 1882, þar sem sagt er að landvörður eigi að koma í stað hinna fornu landvætta.

Nánar: Í tilefni 40 ára afmæli Landvarðafélags Íslands
 
Birt 25 október 2016
Print

Stjórn Landvarðafélags Íslands sendi á dögunum eftirfarandi spurningar til stjórnmálaflokkana sem eru að bjóða sig fram í Alþingiskosningum 2016 sem fara fram 29. október næstkomandi.

 

Vegna komandi alþingiskosninga óskar stjórn Landvarðafélags Íslands að framboðið ykkar svari eftirfarandi spurningum:

     Hvernig ætlar flokkurinn að vernda landið?
     Hver er sýn flokksin á starfi og hlutverki landvarða?
     Hver er stefna flokksins varðandi landvörslu?
     Grunnlaun landvarða eru undir þrjú hundur þúsund á mánuði, teljið þið að landvarðaréttindin séu metin til launa?

 

Komin eru svör frá Framsóknarflokknum, Pírötum, Vinstri Grænum, Dögun og Alþýðufylkingunni og verða birt hér að neðan. Þegar og ef svör frá hinum framboðunum berast verða þau sett hér inn.

Nánar: Spurningar til stjórnmálaflokka
 
Birt 09 nóvember 2016
Print

Þann 9. nóvember 1976 mættu 16 manns á stofnfund hagsmunafélags Félag gæslumanna, Ferðafélags Íslands og Náttúruverndarsinna. Stofnfélagarnir voru áhugasamir einstaklingar um útivist og náttúru sem starfað höfðu við skálavörslu og landgæslu á friðuðum svæðum. Fjórum árum síðar var einróma samþykkt á aðalfundi að breyta nafni félagsins í Landvarðafélag Íslands.

 

Í tilefni 40 ára afmælis Landvarðafélags Íslands þann 9. nóvember, langar okkur í stjórn að fagna þeim degi með félagsmönnum. Við ætlum því að hittast á Frederiksen Ale House við Hafnarstræti 5 klukkan átta í kvöld.

Bjórinn verður á 750 krónur af krana en einnig verður hægt að fá sér smárétti á sama verði fyrir þá sem mæta svangir á staðinn.

Við lofum notalegri samverustund á þessum afmælisdegi félagsins og vonumst við til að sjá sem flesta

 

Page 1 of 4