Fréttnæmt 2013

Birt 06 ágúst 2013
Print

amerikuferdDagana 13.-17. nóvember 2012 var árleg ráðstefna National Association for Interpretation haldin í Hampton í Virginíu, Bandaríkjunum. Rétt tæplega 600 manns sóttu ráðstefnuna og þar á meðal voru sex Íslendingar. Þátttaka Íslendinganna var hluti af þriggja vikna námsferð sem farin var til Bandaríkjanna á vegum Samfélagssjóðs Alcoa (Alcoa Foundation).

National Association for Interpretation (NAI) er eins og nafnið bendir til landssamtök þeirra sem starfa við umhverfistúlkun eða hafa sérstakan áhuga á henni. Meðumhverfistúlkun er þá sameiginlega átt við náttúrutúlkun og menningarminjatúlkun. Meðlimir samtakanna eru ríflega 5.000 talsins, flestir í Bandaríkjunum, þar sem samtökin eru staðsett, en einnig má finna meðlimi í Kanada og meira en 30 löndum til viðbótar. Meginmarkmið samtakanna er að auka veg og virðingu umhverfistúlkunar sem starfsgreinar.

Nánar: Íslendingar á ráðstefnu um umhverfistúlkun í USA
 
Birt 26 júlí 2013
Print

hakon2006a 300Þann 31. júlí munum við halda upp á Alþjóðadag landvarða í sjöunda skipti. Dagurinn er haldinn til að minnast þeirra mörgu landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. Einnig er þessi dagur haldinn hátíðlegur til að fagna starfi landvarða um allan heim við að vernda náttúru- og menningalegu verðmæti heimsins.

Í ár er almenningi boðið upp á að gerast landvörður í einn dag. Hugmyndin er komin frá landvörðum í Belis en íslenskur landvörður var þar á ferð sem sá auglýsingu um að gerast „Ranger for a day“.  Landvarðafélagið tók upp hugmyndina upp og hafði milligöngu þar um og hafði samband við þjóðgarðana og friðlýstu svæðin sem tóku hugmyndinni vel. En að þessu sinni eru aðeins þrír staðir sem bjóða upp á að gerast landvörður í einn dag þann 31. júlí.  Að ári vonumst við til þess að allir þjóðgarðarnir og flest ef ekki öll friðlýst svæði bjóði upp á landvörður í einn dag.

Nánar: Alþjóðadagur landvarða
 
Birt 06 febrúar 2013
Print

tanzania5Í byrjun nóvember síðastliðinn lögðu tveir íslenskir landverðir í langferð til Afríku til að taka þátt í alþjóðaráðstefnu landvarða í Tanzaníu. Ráðstefnan var haldin við rætur Kilimanjaro sem er hæðsta fjall Afríku, á Hótel Ngudorto Mountain Lodge í Arusha. Alls 264 landverðir frá 40 löndum mættu á ráðstefnuna. Skipulagning ráðstefnunnar var í höndum International Ranger Federation (IRF, alþjóðasamtök landvarða). Í samtökunum eru 60 landvarðafélög sem starfa í 46 löndum og er Ísland þar á meðal. Megin hlutverk IRF er að stuðla og standa við bakið á landvörðum i þeirra hlutverki að vernda nátturu/ ogmenningarminjar. Eitt af verkefnum sem IRF eru að reyna að koma á legginn er “Rangers without borders” en hugmyndin með því er að landverðir  um allan heim vinni saman og læri hver af öðrum svo ekki þurfi alltaf að finna upp hjólið. Mörg verndarsvæði eru bæði undirmönnuð og fjársveltog er hugmyndin að betur sett svæði sendi frá sér búnað sem ekki er lengur notaður og mannskap til að aðstoða við þjálfun landvarða.

En svo við vitnum í IRF “lets work together as much as possible”.

Nánar: Alþjóðaráðstefna Landvarða í Tanzaníu 2012