Þriðjudaginn 16. janúar kl. 17:00 býður Umhverfisstofnun upp á fyrirlestur um náttúrutúlkun, á 5. hæð í húsnæði stofnunarinnar að Suðurlandsbraut 24. Fyrirlesturinn er liður í fyrirlestraröð UST. Fyrirlesari er Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum. Allt áhugafólk um náttúruvernd er hvatt til að mæta. Sjá nánar á vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is.

Kæru landverðir,

Eins og ykkur flestum er kunnugt þá brá hópur landvarða undir sig betri fætinum í sumar og fór á alþjóðlega ráðstefnu landvarða (International Ranger Federation) í Skotlandi. Þar kynntumst við ýmsum góðum landvörðum hvaðanæva úr heiminum og þar á meðal Dönum. Við hrifumst mjög af starfi Dananna þar sem mikil áhersla er á fræðslu og náttúrutúlkun og sá þáttur mjög þróaður hjá þeim. Í Danmörku eru landverðir ráðnir af sveitafélögunum og sjá um fræðslu m.a. í skólunum. Við erum svo heppin að danskir landverðir hafa boðist til að halda námskeið fyrir okkur þar sem þeir myndu kynna fyrir okkur þær aðferðir sem notaðar eru í Danmörku. Á námskeiðinu mun fara fram kennsla bæði í formi fyrirlestra og verklegrar kennslu. Námskeiðið mun fara fram á Sjálandi í Danmörku vikuna 18. - 22. júní. Danirnir bjóða námskeiðið á spottprís, eða einungis um 3000 krónur danskar. Innifalið í því er allur námskeiðskostnaður, fæði og gisting meðan á námskeiðinu stendur. Umhverfisstofnun hefur lýst yfir vilja til að styðja við námskeiðið eftir fremsta megni þó ástandið þar innra hamli þeim að taka nokkrar ákvarðanir að ráði eins og er. Reynt verður að falast eftir styrkjum og mun væntanlega skýrast þegar á líður hvaða árangri það skilar. UST er tilbúin til að gera allt sem hægt er til að landverðir sem þegar hafa hafið störf á þessum tíma geti farið á námskeiðið sem vinnuferð.

Meðfylgjandi er dagskrá námskeiðsins sem ætti að gefa gleggri mynd af því sem fram fer. Hér er um að ræða einstakt tækifæri og hvet ég ykkur til að láta þetta ekki framhjá ykkur fara. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Laufeyju, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., s. 868 2959 eða Áka, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Gott væri að heyra frá áhugasömum.

Bestu kveðjur,
Laufey Erla Jónsdóttir

Dagskrá námskeiðsins

SOS !!! Ágætu landverðir það vantar ritstjóra að Ýli sem allra allra fyrst!

Ritstjóri Ýlis er nú búsettur á öræfum Íslands, þar sem nettenging er af skornum skammti en útilegumenn á hverju strái.  Vegna þessa hefur Ýlir ekki borist til byggða og hefur ritstjórinn (hún Elísabet okkar í Möðrudal) gefist upp á nettengingunni.  Því er þetta spennandi starf á lausu :)

Nú er því tækifærið fyrir pennaglaða landverði að láta að sér kveða.  Óskað er eftir ritstjórum að Ýli, fréttabréfi Landvarðafélagsins.  Nú er um að gera að hafa samband við stjórn félagsins (sjá t.d. póstföng neðar) og grafa upp pennann!

Kveðjur
Stjórn Landvarðafélags Íslands

Ásta Rut (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og Þórunn (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)

Landverðir! Takið frá fimmtudagskvöldið 15. febrúar!

Eins og landvörðum er sjálfsagt kunnugt þá lagði frækinn hópur landvarða upp í ráðstefnuferð til Skotlands síðastliðið sumar, nánar tiltekið á alþjóðaráðstefnu landvarða á vegum the International Ranger Federation (IRF). Ráðstefnan var haldin í Háskólanum í Sterling og stóð yfir í viku. Þangað komu landverðir hvaðanæva úr heiminum, allt frá Kanada til Kyrgistan, Kambódíu, S-Afríku, Ástralíu og Bólivíu svo eitthvað sé nefnt. Ferðin var í alla staði einkar fróðleg, fluttir voru áhugaverðir fyrirlestrar sem tengdust okkar starfi. Þó var ekki síst áhugavert og gagnlegt að kynnast starfssystkinum okkar alls staðar að úr heiminum og fá að kynnast þeirra starfi og þeim aðstæðum sem þau vinna við.

Okkur langar að miðla af því sem fyrir augu og eyru bar á ráðstefnunni bæði í máli og myndum fimmtudagskvöldið 15. febrúar kl. 20:30. Staðsetning er ekki alveg komin á hreint en þó líklegt að þetta fari fram í húsakynnum Umhverfisstofnunar. Það verður tilkynnt um leið og það skýrist. Léttar veitingar (af áfengum toga) verða seldar á mjög vægu verði.

Ég vil hvetja alla til að koma og kynna sér það sem fór fram í Skotlandi í sumar og hita upp fyrir næstu ráðstefnuferð í Bólivíu 2009. Svo er þetta kjörið tækifæri til að hittast aðeins og spjalla. Nýir félagar sérstaklega velkomnir.

Bestu kveðjur,
Laufey og Dagný

Kæru landverðir,
Ég vil minna ykkur á Skotlandsferðarkynninguna sem haldin verður á fimmtudagskvöldið 15. febrúar kl. 20:30 í húsakynnum Umhverfisstofnunar. Þar verður skýrt frá ferðinni í máli og myndum og því kjörið tækifæri fyrir þá sem ekki gátu farið með að kynna sér það sem fór fram. Ráðstefnan var afar fróðleg og ekki síst lærdómsríkt að kynnast landvörðum hvaðanæva úr heiminum og þeirra starfi. Boðið verður upp á léttar veitingar (í áfengu formi) á afar sanngjörnu verði. Vil hvetja alla til að sýna sig og sjá aðra.
Nú fara að verða síðustu forvöð að skrá sig í Danmerkurferðina í sumar, en eins og áður sagði þá ætla danskir landverðir að bjóða okkur upp á vikulangt námskeið í náttúrutúlkun í Danmörku dagana 18-22 júní. Sjá nánar í meðfylgjandi dagskrá. Af gefnu tilefni er rétt að taka fram að námskeiðið mun að mestu fara fram á ensku. Námskeiðskostnaður er áætlaður 3000 kr danskar og er þá innifalin gisting, fæði og kennsla þá daga sem námskeiðið fer fram. Skráningar á námskeiðið þurfa að berast mér, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., í síðasta lagi sunnudaginn 18. febrúar.
Bestu kveðjur og vonast til að sjá sem flesta á fimmtudagskvöldið!
Fyrir hönd Skotlandsfara,

Laufey

Dagskrá námskeiðs í Danmörku

Kæru landverðir,
Nú er orðið ljóst hverjir verða þátttakendur í námskeiðsferð til Danmerkur í sumar. Eftirfarandi einstaklingar hafa tilkynnt þátttöku:
Ásta Davíðsdóttir
Þórunn Sigþórsdóttir
Soffía Helga Valsdóttir
Friðrik Dagur Arnarson
Dagný Indriðadóttir
Laufey Erla Jónsdóttir
Guðrún Bjarnadóttir
Steinunn Hannesdóttir
Áki Jónsson
Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir
Aurora G. Friðriksdóttir
(Elísabet Kristjánsdóttir)
Ég vil biðja ykkur um að láta mig vita ef ég gleymi einhverjum. Ef einhver vill bæta sér við þennan fríða hóp þá er það enn möguleiki. Ég legg til að við hittumst sem fyrst til að ræða möguleika á styrkjum í þessa för. Hvað segiði um að hittast þriðjudagskvöldið 27. febrúar kl. 20:30? Við getum hist heima hjá mér að Reynimel 68 nema þið hafið betri uppástungur. Það væri gott ef þið gætuð sent mér tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að láta vita hvort þið komist og eins svo ég hafi tölvupóstinn ykkar.
Bestu kveðjur,
fyrir hönd alþjóðanefndar, Laufey Erla

landvlogoAÐALFUNDUR  LANDVARÐAFÉLAGS  ÍSLANDS
Verður haldinn þriðjudaginn 27. mars 2007, kl: 19:00

FUNDARSTAÐUR
Lækjarbrekka, (salur uppi)
Bankastræti 2, Reykjavík

DAGSKRÁ
Venjuleg  aðalfundarstörf samkv. lögum félagsins
1.    Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra
2.    Skýrsla stjórnar og umræður um hana
3.    Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og umræður um þá
4.    Lagabreytingar
5.    Ákvörðun félagsgjalda
6.    Kosning stjórnar
7.    Kosning í nefndir og kosning endurskoðenda
8.    Önnur mál

Ellý K. Guðmundsdóttir nýráðinn forstjóri Umhverfisstofnunnar verður gestur fundarins.

VEITINGAR
Í fundarhlé verða veitingar að hætti Lækjarbrekku í boði Landvarðafélagsins drykkir þó á kostnað hvers og eins

FÉLAGAR HVATTIR TIL AÐ MÆTA !!
STJÓRNIN

Á morgun 15. júní eru síðustu forvöð að skrá sig á Landvarðastefnu evrópskra landvarða í Rúmeníu í haust!

Landvarðastefnan verður haldin í  Rúmeníu 17.-21. septemer. Dagskráin er mjög spennandi og einnig ferðirnar sem þeir rúmensku bjóða uppá eftir ráðstefnuna. Skráningareyðublað er hér og það má senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þegar er þó nokkur hópur landvarða héðan búinn að skrá sig og verður þetta án efa hin skemmtilegasta samkunda.

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir gefur vefstjórinn Guðrún Lára Pálmadóttir í síma 822 4009 eða á netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kveðja,
stjórnin (sem er meira og minna öll að fara til Danmerkur í dag :)

Á alþjóðaráðstefnu landvarða sem var haldin í Skotlandi í fyrra var ákveðið að 31. júlí ár hvert yrði alþjóðadagur landvarða. Fyrsti alþjóðadagurinn er nú í ár haldinn á 15 ára afmæli alþjóðafélagsins The International Ranger Federation sem Landvarðafélag Íslands er aðili að.

Í tilefni dagsins er í mörgum löndum frumsýnd myndin "The Thin Green Line" sem Sean Willmore landvörður frá Warringine Park í  Ástralíu tók af landvörðum í starfi í sex heimsálfum og 19 löndum. Landvarðafélag Íslands hefur ákveðið að fresta þeirri frumsýningu fram á haust, þar sem þetta er háannatími landvarða á Íslandi.

Landverðir víða um land ætla hinsvegar að halda upp á daginn með því að bjóða uppá fræðslu og gönguferðir.

Landverðir til lukku með daginn !!!!

Kveðja frá formanni

svartifoss_hdÞann 15. september nk. verða 40 ár liðin frá stofnun Skaftafellsþjóðgarðs.
Af því tilefni verður afmælisdagskrá í Þjóðgarðinum þar sem ýmislegt
verður í boði (sjá dagskrá).

Við hvetjum sérstklega alla landverði sem unnið hafa í Skaftafelli að koma
og njóta dagsins með okkur.

Starfsfólk Skaftafellsþjóðgarðs.

thingreenlineFimmtudaginn 13. september kl. 20 stendur Landvarðafélag Íslands fyrir sýningu á heimildarmyndinni „The Thin Green Line“ sem fjallar um störf landvarða víðsvegar um heiminn. Sýningin fer fram í Norræna húsinu og verður höfundur myndarinnar viðstaddur og svarar spurningum að lokinni sýningu. Ástralski landvörðurinn Sean Willmore seldi bílinn, veðsetti húsið og ferðaðist til 19 landa í 6 heimsálfum með það að markmiði að festa á filmu fólkið sem oft og tíðum leggur líf sitt í hættu við að vernda umhverfi og dýralíf á mörgum af fallegustu stöðum heimsins.

natturuskolarDagskrá
10:00  Setning

Ávarp ráðherra - Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra

10:20  Náttúran - skynjun og skilningur Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði
10:50  Annað hvort tölum við íslensku eða förum út Smári Stefánsson, aðjúnkt í útivist við KHÍ
11:20  Náttúrutúlkun Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum
11:50  Stofnfundur SNÚ

Hádegishlé

 

13:30  Kynningar á fræðsludagskrá í þjóðgörðum og fræðslusetrum

14:30  Gönguferðir

15:00  Lokahóf

Á þeim merku tímamótum laugardaginn 3. nóvember 2007. var haldinn stofnfundur samtaka náttúru- og útiskóla, SNÚ. Stjórnin tók þá ákvörðun að mæta á stofnfundinn og var Landvarðafélagið skráð sem eitt af stofnfélögum ásamt 88 öðrum einstaklingum, félögum og stofnunum. Sem undirbúningur fyrir inngöngu í félagsins í SNÚ, ákváðum við að kynna okkur Náttúruskóla Reykjavíkur sem starfræktur hefur verið í 2 ár. Höfðum við Ásta Davíðs, Ásta Rut og Auróra samband við Helenu Óladóttur verkefnastjóra skólans og hittum hana uppi í Heiðmörk. Þar sýndi hún okkur útikennslustofuna og fræddi okkur um starfsemi útiskólans og þróun námsefnis fyrir hann. Fannst okkur þetta mjög fróðlegt og skemmtilegt. Þar sem við vorum svo áhugasamar, bauð hún okkur að taka þátt í næsta námskeiði sem var útieldun. Auróra hafði tök á því að mæta, á því námskeiði voru tveir aðrir landverðir, var námskeiðið afar skemmtilegt. Það er von okkar að þetta marki tímamót og að útikennsla verði viðurkennd sem valkostur í framtíðinni.

Hafa samband

Fyrirspurn til Landvarðafélags Íslands

 

 

Hafa samband