268

Fréttir

Birt 21 May 2017
Print

Undirritaður hefur verið nýr stofnanasamningur við Vatnajökulsþjóðgarð og Umhverfisstofnun. Unnið hefur verið að ná samningum við Vatnajökulsþjóðgarð og Umhverfisstofnun í vetur og þann 16. maí var samningurinn svo undirritaður.

Töluverðar breytingar eru á nýja samningnum, auk þess er komið sólarlagsákvæði þannig að það sé tryggt að starfsfólk sem hefur starfað áður hjá stofnuninni fái örugglega dagpeningana inn í grunnlaunin. Samninginn má sjá í heild sinni hér: http://www.sgs.is/…/Stofnanasamningur-16052017-undirrita%C3…

 

 
Birt 19 apríl 2017
Print

Umhverfisstofnun leitar að starfsmanni sem hefur áhuga á verndun náttúru, þjónustu við ferðamenn og að starfa í teymi sérfræðinga, landvarða og annarra starfsmanna sem eru staðsettir víðsvegar um landið.

Starfssvæði landvarðarins verður á Gullfoss- og Geysissvæði en starfsaðstaða verður í húsnæði Skógræktar ríkisins í Haukadal. Verkefni landvarðarins munu snúa að viðhaldi og verndargildi svæðis, móttöku ferðamanna, fræðslumálum, umsjón með verklegum framkvæmdum og innviðum auk almennra viðhaldsverkefna. Þá mun hann skipuleggja og hafa umsjón með verkefnum annarra starfsmanna á svæðinu. Áhersla er á samstarf við sveitastjórnir og aðra hagsmunaaðila. Æskilegt er að starfsmaðurinn geti hafið störf í byrjun ágúst n.k.

Umsóknarfrestur er til og með 8. maí 2017.

 

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Starfatorgs

 

Landvarðafélagið á facebook

Myndir úr starfseminni

skaftafell-600.jpg

Orð að sönnu

Tökum aðeins með okkur myndir og minningar úr náttúrunni og skiljum ekkert eftir.