268

Fréttir

Birt 21 febrúar 2017
Print

Af vef Umhverfisstofnunar:

 

 

Umhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum sumarið 2017 á eftirtalin svæði: Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, Vesturland, Mývatnssveit, Teigarhorn, sunnanverða Vestfirði og Suðurland (m.a. Friðland að Fjallabaki, Gullfoss og Geysi, Dyrhólaey og fleiri svæði).

Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til og með 8. mars 2017. Í umsókn þarf að koma fram hvaða svæði er verið að sækja um eða forgangsröðun umsækjanda. Sótt er um í gegnum rafrænt umsóknarform: Umsókn um landvarðarstarf  
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um störfin.

 

Sjá nánar á heimasíðu Umhverfisstofnunar

 
Birt 20 febrúar 2017
Print

Af vef Vatnajökulsþjóðgarðs:

Laus eru til umsóknar sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði. Umsóknarferlið er með breyttum hætti í ár og fara allar umsóknir í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Eins er búið að skipta störfunum í fjóra flokka:

Sumarstörf í Skaftafelli (auglýsing á Starfatorgi)

Sumarstörf í Jökulsárgljúfrum (auglýsing á Starfatorgi)

Landvarsla á láglendi og í gestastofum: Fljótsdalur, Höfn, Kirkjubæjarklaustur (auglýsing á Starfatorgi)

Landvarsla á hálendi (auglýsing á Starfatorgi)

Umsækjendur eru eindregið hvattir til að sækja um fleira en eitt ofangreindra starfa vilji þeir auka möguleika sína á starfi. Þeir eru jafnframt hvattir til að lesa leiðbeiningar mjög vel og veita allar þær upplýsingar sem kallað er eftir.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 6. mars næstkomandi.

 

Landvarðafélagið á facebook

Myndir úr starfseminni

landvordur_myvatn2.jpg

Orð að sönnu

Tökum aðeins með okkur myndir og minningar úr náttúrunni og skiljum ekkert eftir.