268

Fréttir

Birt 29 júlí 2016
Print

Landverðir vinna í þjóðgörðum og á öðrum náttúruverndarsvæðum. Fjölbreytileikinn er það sem einkennir starf landvarða og er fræðsla til gesta einn af mikilvægum þáttum í starfi landvarða ásamt eftirliti með umgengni og umferð fólks þar sem gætt er þess að náttúruverndarlögum sé fylgt. Viðhald og merking göngustíga eru einnig á könnu landvarða og spilar öryggisþátturinn líka stórt hlutverk, t.d. vara landverðir við hættum og setja upp viðeigandi merkingar. Starfið er margþætt og þótt oft á tíðum virðist bera mest á ruslatínslunni (hafa landverðir ekki farið varhlutan af að tína upp klósettbréf og annan ófögnuð) þá er það langt í frá það eina sem landverðir gera.Ranger doing a educational work Vatnajökull National Park

Nánar...
 
Birt 18 May 2016
Print

fílarDaniel Sambu Maasai Warrior og landvörður frá Chyulu Hills í Kenýa ásamt fyrrum landverði frá Ástralíu og núverandi formanni alþjóðlega landvarðafélagsins (IRF) og stofnandi The Thin Green Line Foundation, Sean Willmore verða á Íslandi núna í byrjun júní.

Landvarðafélag Íslands í samvinnu við Gaia nemendafélag mastersnema í Umhverfis- og auðlindafræði stendur fyrir opnum fundi með Daniel og Sean.

Þeir munu deila reynslu sinni af baráttunni gegn veiðiþjófnaði og verndun dýralífs ásamt því að segja magnaðar sögur af dýralífinu og kynnum sínum af veiðiþjófum.

Þeir munu jafnframt segja frá hvað þú getur gert til að koma í veg fyrir veiðiþjófnað.

Dagsetning: laugardaginn 4. júní
Tímasetning: 13:00 – 14:00
Staðsetning: Háskóli Íslands, stofa 101 í Odda

Vonumst til að sjá þig.

Landvarðafélag Íslands, Gaia og The Thin Green Line Foundation

 

Landvarðafélagið á facebook

Myndir úr starfseminni

landverdir2009_300.jpg

Orð að sönnu

Tökum aðeins með okkur myndir og minningar úr náttúrunni og skiljum ekkert eftir.